Um Heilsuljósið ehf.

Stuðningur

Heilsuljósið ehf. sérhæfir sig í að styðja við bakið á einstaklingum og hópum  sem hafa lent í áföllum eða  persónulegum  breytingum af ýmsum toga svo sem:

  • Verðandi foreldrar
  • Breytingar í fjölskyldum eða á fjölskyldumunstri 
  • Uppsagnir starfsfólks eða skerðing starfshlutfalls
  • Breytingar hjá fyrirtækjum, s.s. flutningar milli vinnustaða eða deilda

Heilsuljósið ehf sérhæfir sig einnig í ráðgjöf fyrir einstaklinga og hópa sem hafa lent í áföllum eða margskonar breytingum svo sem:

  • Heilsubrestur
  • Atvinnumissir
  • Skilnaður eða makamissir

hendur

Samtakamátturinn flytur fjöll – við lendum öll í margvíslegum breytingum hvar sem við erum stödd í lífinu.

Nauðsynlegt er að hafa stuðningsaðila, því það eykur möguleikana á að vinna sig vel í gegnum breytingarnar.

Jákvæðni

Lögð er áhersla á jákvæðni, jákvæða sálfræði, trú á eigin getu og hvatningu.  Stuðst er við rannsóknir um þessa þætti ásamt rannsókn eiganda Heilsuljóssins.

Von, húmor og heilsuefling eru einnig mikilvæg verkfæri til að vinna bug á neikvæðum viðbrögðum/tilfinningum, t.d. einangrun, óöryggi, reiði, kvíði, sem koma fram við breytingar í lífinu.

hringur

Árangur

Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar/hópar er lent hafa í breytingum/áföllum eru mun fljótari að ná  tökum á eigin lífi og líður betur ef þeir vinna í sínum málum með stuðningi annarra eins fljótt og auðið er eftir breytinguna/áfallið.

Lykilatriði eru gott skipulag, von, jákvæðni og trú á eigin getu.

Hringrás breytinga – Hringrás lífsins

Módelið er eitt af þeim hjálpartækjum sem Heilsuljósið ehf notar til að aðstoða þá sem lenda í breytingum/áföllum í lífinu.

Módelið er byggt á kenningum og líkönum virtra fræðimanna

Módelið er byggt á kenningum og líkönum virtra fræðimanna

Vinnum sigur í lífinu

Heilsuljósið býður uppá námskeið, fyrirlestra, vinnustofur og einstaklingsráðgjöf fyrir alla er þurfa að takast á við áföll eða breytingar í lífinu.

  • Stuðningur
  • Jákvæðni
  • Árangur    

Þjónustan er veitt samkvæmt óskum hvers og eins og getur farið fram t.d. á vinnustöðum, í heimahúsum eða aðstöðu úti í bæ.

Ein hugrenning um “Um Heilsuljósið ehf.

Færðu inn athugasemd